LibreOffice 7.5 Help
Teikningasláin inniheldur þau teikniáhöld sem eru oftast notuð. Smelltu á örina við hlið táknmyndar til að opna valmynd með enn fleiri skipunum.
Þú getur einnig notað teikningaslána í textaskjölum eða töflureikniskjölum. Sláanlegar táknmyndir á slánni geta verið eilítið breytilegar eftir því um hvernig skjöl er að ræða.
Til að velja hlut á núverandi skyggnu, smelltu á Velja áhaldið (hvíta örin) á Teikningaslánni, og smelltu síðan á hlutinn sem þú vilt velja.
Til að velja fleiri en einn hlut, haltu niðri Shift-hnappnum um leið og þú smellir á næsta hlut.
Til að velja hlut sem er á bakvið annan hlut, haltu niðri ValAlt og smelltu síðan á hlutinn. Til að velja hlutinn sem er næstur fyrir neðan í staflanum, haltu niðri ValAlt og smelltu aftur. Til að fara til baka á hlutinn sem var valinn áður, haltu niðri Shift + ValAltog smelltu síðan.
Til að bæta texta á valinn hlut, tvísmelltu á hlutinn og settu inn textann.
Til að fjarlægja val, smelltu einhversstaðar fyrir utan valda hlutinn eða ýttu á Escape-lykilinn.
Teiknar fylltan ferhyrning þar sem þú dregur í skjalinu. Smelltu þar sem þú vilt hafa eitt hornið og dragðu bendilinn til að ákvarða stærðina. Til að teikna jafnan ferning, haltu þá niðri Shift-hnappnum á meðan dregið er.
Teiknar fylltan sporbaug þar sem þú dregur í skjalinu. Smelltu þar sem þú vilt hafa sporbauginn og dragðu bendilinn til að ákvarða stærðina. Til að teikna jafnstóran hring, haltu þá niðri Shift-hnappnum á meðan dregið er.
Teiknar textakassa þar sem þú smellir eða dregur í skjalinu. Smelltu einhversstaðar í skjalinu og skrifaðu inn eða límdu textann sem þú vilt hafa.
Opnar örvaslána til að setja inn örvar og línur.
Gerir þér kleift að sýsla með punkta í teikningum.
Enables you to edit gluepoints on your drawing.
Þetta áhald er notað til að snúa hlutnum.
Víxlar af/á þrívíddarbrellum fyrir valda hluti.