Hjálpin miðast við sjálfgefnar stillingar forrita á stýrikerfum með sjálfgefnum stillingum. Lýsingar á litum, bendilaðgerðum eða öðru því sem hægt er að sérníða, geta því hugsanlega verið öðruvísi en gerist á kerfinu þínu.

Hjálparkerfi LibreOffice auðveldar aðgang að upplýsingum og stuðningi ýmiskonar. Fleiri en ein leið eru mögulegar við að finna það sem þú leitar að í Hjálparkerfinu: Þú getur leitað að sérstökum stikkorðum í Atriðaskrá, framkvæmt textaleit með því að fara í Finna, eða renna í gegnum raðaðan lista í Efnisyfirliti.